<Þjónusta>
Hvað getum við gert fyrir þig?
Alhliða hugbúnaðarlausnir og persónuleg ráðgjöf eru okkar sérsvið. Við höfum margra ára reynslu í farteskinu og getum bæði unnið verkefni fyrir þig frá A-Ö eða komið inn í starfandi teymi sem forritarar, tæknistjórar og ráðgjafar.
Verkefni frá A-Ö
Ertu með tæknilega áskorun eða verkefni sem þarf að vinna frá upphafi til enda? Við tökum að okkur að leysa tæknilega flóknar áskoranir og skila þeim af okkur sem fullbúinni hugbúnaðarlausn. Í því felst að við hjálpum þér að skilgreina þínar þarfir, útfæra og forrita alla virkni og eftir þörfum setja upp skýjalausnir eða samþætta kerfi. Sömuleiðis sjáum við til þess að allar öryggiskröfur séu uppfylltar og að lausnin sé í samræmi við gildandi persónuverndarlög.
Lykilaðili í þínu teymi
Ertu með starfandi teymi og þarft aukahendur, speglun eða einhvern til að leiða tæknileg verkefni? Við tökum að okkur að koma inn í verkefnateymi á ýmsum stigum þróunar sem forritarar, tæknistjórar eða ráðgjafar. Saman setjum við saman sjálfbært teymi sem getur leyst fjölbreyttar og spennandi áskoranir.
Greiðum úr flækjunni
Við sérhæfum okkur í samþættingu flókinna kerfa og getum bæði smíðað ný kerfi frá grunni eða byggt við og bætt eldri kerfi. Þá höfum við yfirgripsmikla þekkingu á fjölmörgum forritunarmálum, gagnagrunnum, rammahugbúnaði og skýjaþjónustum og getum aðstoðað þig við að finna réttu leiðina í hinum stafræna frumskógi.