Við breytum hugmyndum í snjallar lausnir

Persónuleg þjónusta og sérsniðnar tæknilausnir sem skila árangri eru okkar fag. Tölum saman og finnum út hvað hentar þér og þínu teymi.

Alhliða hugbúnaðarlausnir og persónuleg ráðgjöf eru okkar sérsvið. Við höfum margra ára reynslu í farteskinu og getum bæði unnið verkefni fyrir þig frá A-Ö eða komið inn í starfandi teymi sem forritarar, tæknistjórar og ráðgjafar.

Okkar vörur

Hér eru vörur sem við höfum stofnað og þróað í samvinnu við samstarfsaðila og erum að þjónusta.

Okkar vörur

Hér eru vörur sem við höfum stofnað og þróað í samvinnu við samstarfsaðila og erum að þjónusta.

Vefþjónustur sem vefverslunarkerfi apóteka á Íslandi geta tengst til að selja lyf á netinu
MR Connect er vefþjónusta sem samstillir vefverslun og bókhaldskerfi á einfaldan máta

Viltu slást í hópinn?

Í ánægjulegu samstarfi við CodeBear hefur okkur tekist að færa áður tímafrek og flókin verkefni í „einn smell“ á vefnum. Sérfræðingar CodeBear eru einstaklega fljótir að setja sig inn í hlutina, greina vandamálin og finna bestu lausnirnar. Þjónusta CodeBear hefur einkennst af fagmennsku, framúrskarandi tæknilausnum en ekki síst liprum samskiptum og hæfni til að útskýra tæknileg viðfangsefni á einfaldan hátt. Því get ég gefið CodeBear mín bestu meðmæli.

Arnar Freyr Einarsson
Matvælaráðneytið

“Sérfræðingar frá CodeBear hafa tekið þátt í stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar síðan 2021 og hjálpuðu okkur að stækka mjög hratt úr 10 manna teymi í 50 manna deild með því að leiða hugbúnaðarþróunina í tveimur teymum, ásamt því að veita lausnaráðgjöf og senior sérfræðiþekkingu sína í .NET Core þróun og enterprise hönnun í Azure kubernetes umhverfi.”

Halldór Gíslason
Reykjavíkurborg

"Undanfarin ár hef ég unnið með starfsmönnum Codebear í tæknilausnum tengdum ferlum skjalavinnslu. Starfsmenn CodeBear hafa reynst úrræðagóðir og fljótir að setja sig inn í verkefnin. Tæknileg fagmennska einkennir nálgun þeirra á verkefnin sem og góð greiningarhæfni á úrlausnarefnum sem liggja fyrir hverju sinni. Ég get því gefið þeim mín bestu meðmæli."

Daníel Reynisson
Arion banki

Við erum CodeBear

Lítil en öflug hugbúnaðarstofa sem getur tekist á við tæknilega flóknar áskoranir. Teymið okkar hefur samanlagt yfir þriggja áratuga reynslu í hugbúnaðargerð, en okkar sérhæfing er kerfissamþætting, gagnagrunnar, skýjaþjónustur og forritun. Við skiljum mikilvægi þess að veita persónulega og hreinskilna þjónustu þar sem öll eru á sömu blaðsíðu.

Axel Axelsson

Meðeigandi og forritari

axel@codebear.is

Bjarni Þór Kjartansson

Stofnandi og forritari

bjarni@codebear.is

Örn Viðarsson

Stofnandi og forritari

orn@codebear.is

Gerum eitthvað frábært saman

Smelltu á skutluna til að senda okkur póst.

2024 tryggviola.com